- Icelandic Nýdönsk - 25 (2CD+DVD) - DVD - Nordic Store Icelandic Wool Sweaters

Nýdönsk - 25 (2CD+DVD)

Regular price $28.99 $35.90 on saleThe Icelandic band Nýdönsk 25year anniversary in concert hall Harpa in September 2012.

Hljómsveitin Nýdönsk fagnar í ár (2012) 25 ára afmæli sínu og héldu meðlimir sveitarinnar upp á afmælið með margvíslegum hætti. Hápunkturinn var án nokkurs vafa frábærir tónleikar sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpunnar þann 22. september 2012 en þar flutti sveitin mörg af sínum þekktustu lögum auk annarra sem sjaldnar eða aldrei hafa heyrst á sviði Stútfullt var á tvenna tónleika þetta kvöld og í þessum glæsilega pakka er að finna bæði DVD- og CD upptökur frá tónleikunum í afbragðs hljóð- og myndgæðum.

Það var gestkvæmt í afmælinu eins og vera ber og meðal þeirra sem komu fram með Nýdanskri voru KK, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir og Svanhildur Jakobsdóttir. Þar að auki er í pakkanum einn CD til viðbótar en á honum má finna lög sem Nýdönsk hefur sent frá sér á síðustu árum en hafa ekki fengist í föstu formi fyrr en nú. Þar má nefna lög eins og Ég ætla að brosa og Umboðsmenn drottins. Aukinheldur má þar finna efstu 3 lögin úr remixkeppni Party Zone og Rásar 2.

Að framansögðu er ljóst að Nýdönsk 25 er einkar vegleg útgáfa sem rammar inn glæstan feril einstakrar hljómsveitar.